Góð geðheilsa er undirstaða lífsgæða og lífsánægju. Geðheilbrigði er ekki aðeins það að vera laus við geðraskanir heldur ástand þar sem okkur líður vel, getum nýtt hæfileika okkar til fulls, tekist farsællega á við verkefni daglegs lífs og átt uppbyggileg og ánægjuleg samskipti við fólkið í kringum okkur.

Mikilvægt er að hlúa að eigin geðheilsu með því að gæta að jafnvægi í lífinu - nærast vel, stunda daglega hreyfingu og útiveru, hvílast nægilega og gefa sér tíma til þess að njóta tilverunnar með þeim sem manni þykir vænt um.

 

Með því að tileinka þér að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna og hlúa markvisst að því sem styrkir geðheilsu þá ertu að stunda geðrækt.

 

Í fyrirlestrinum mun Héðinn ræða Lífsorðin 14 og fjalla um breytingar, tengsl, vitund, hugsun og geðheilbrigði á skemmtilegan og praktískan hátt.

 

Héðinn hefur undanfarin 30 ár verið frumkvöðull í geðheilbrigðismálum og er höfundur bókarinnar „Vertu úlfur“ sem kom út árið 2015 hjá Forlaginu. Þjóðleikhúsið setti samnefnt verk á fjalirnar árið 2021.

 

Með Héðni verður Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi og framkvæmdarstýra Hlutverkaseturs en þau hafa átt í samtali um geðheilsu sl. 30 ár og unnið saman á vettvangi geðheilbrigðismála.

 

Nánar: https://hedinn.org/lifsordin14

 

Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 17. apríl í Hvolnum, Hvolsvelli.

Hann hefst kl. 19:00.