201. fundur 29. apríl 2021 kl. 08:15 - 09:40 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir embættismaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

2003047

Heimild sveitarstjórna til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, hefur verið framlengd til 31. júlí 2021
Á grundvelli bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga samþykkir byggðarráð Rangárþings eystra að heimila fjarfundi sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Einnig samþykkir byggðarráð Rangárþings eystra að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra lögbundinna nefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Ákvæðið gildir til 31. júlí 2021. Samþykkt samhljóða.

2.Lækkun eða niðurfelling dráttarvaxta á fasteignaskatta; lagabreyting

2104069

Byggðarráð samþykkir að taka þátt í vinnu við gerð reglna um lækkun eða niðurfellingu dráttarvaxta fasteignaskatts á eignir í C stofni þ.e. atvinnuhúsnæði, fyrir árin 2020-2022 .
Byggðarráð felur skrifstofu- og fjármálastjóra að vinna reglurnar í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem verða síðan innleiddar í Rangárþingi eystra.
Samþykkt samhljóða.
Anton Kári Halldórsson víkur af fundi undir lið 3.

3.Lauftún-Miðkriki makaskipti

2104024

Byggðarráð hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða.
Anton Kári Halldórsson kemur aftur til fundar.

4.Hlutafjáraukning í Vottunarstofunni Túni

2104040

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Rangárþings eystra að nýjum hlutabréfum í Vottunarstofunni Tún.
Samþykkt samhljóða.

5.Trúnaðarmál

2104061

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

6.Hallgerðartún 21 umsókn - úthlutun

2104075

Emil Þórðarson sækir um lóðina Hallgerðartún 21 skv. meðfylgjandi umsókn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.

7.Hallgerðartún 17 Umsókn um lóð - úthlutun

2104057

Valdimar Gunnar Baldursson sækir um lóðina Hallgerðartún 17 skv. meðfylgjandi umsókna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.

8.C-gata 12 umsókn um lóð

2104103

Bjarni Haukur Jónsson sækir um lóðina C-gata 12 skv. meðfylgjandu umsókn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða úthlutun lóðar.

9.Umsögn; Midgard Base Camp ehf. rekstrarleyfi fnr.219-4782

2104060

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

10.Umsögn; Hlíðarvegur 7-11 rekstrarleyfi fnr. 219-4802

2104051

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

11.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 52

2104007F

Fundargerð staðfest í heild.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 52 Skoðanakönnun var gerð eins og ár hvert og 75% foreldra og 88% starfsmanna, af þeim sem þátt tóku í könnuninni, voru hlynnt því að vera með 170 daga skóladagatal veturinn 2021-2022. Nefndin þakkar skólastjórnendum fyrir að samræma starfsdaga leikskóla og grunnskóla eins og kostur er.
    Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlagt 170 daga skóladagatal.

    Bókun fundar Byggðarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og samþykkir framlagt 170 daga skóladagatal veturinn 2021-2022
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 52 Sólbjört kynnir tvö mismunandi drög að leikskóladagatali fyrir veturinn 2021-2022.
    Nefndin þakkar skólastjórnendum fyrir að samræma starfsdaga leikskóla og grunnskóla eins og kostur er.
    Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti Drög 1 að leikskóladagatali 2021-2022.
    Bókun fundar Byggðarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og samþykkir drög 1 að leikskóladagatali veturinn 2021-2022.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 52 Árný Jóna Sigurðardóttir, deildarstjóri á Ævintýralandi, kynnti Handbók um snemmtæka íhlutun í máli og læsi sem nú er klár en unnið hefur verið að bókinni sl. 2 ár. Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna og óskar leikskólanum til hamingju með handbókina. Fræðslunefnd hrósar verkefnastjórninni sem og öðrum starfsmönnum leikskólans fyrir vel unnin störf og frábæra afurð og óskar þeim velfarnaðar við innleiðingu verkferlanna. Bókun fundar Byggðarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og óskar leikskólanum til hamingju með handbókina. Byggðarráð hrósar verkefnastjórninni sem og öðrum starfsmönnum leikskólans fyrir vel unnin störf og frábæra afurð og óskar þeim velfarnaðar við innleiðingu verkferlanna.
    Samþykkt samhljóða.

12.Menningarnefnd - 40

2103007F

  • Menningarnefnd - 40 Menningarnefnd vonast til að hægt verði að halda 17. júní hátíðlegan í ár. Umræður um hátíðarhöldin fóru fram á fundinum og þakkar nefndin Ólafi Erni fyrir gott innlegg.

    Menningarnefnd felur Markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
  • Menningarnefnd - 40 Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina. Næsta úthlutun úr Menningarsjóð Rangárþings eystra er í haust og verður umsóknin tekin þá fyrir.

  • Menningarnefnd - 40 Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina. Næsta úthlutun úr Menningarsjóð Rangárþings eystra er í haust og verður umsóknin tekin þá fyrir.
  • Menningarnefnd - 40 Nínulundur: Nínulundur er nú þegar kominn á lista Umhverfis- og garðyrkjustjóra yfir svæði sem að unnið verður að í vor og sumar.

    Afrekshugur: Friðrik fer yfir stöðu mála í verkefninu Afrekshugur heim.

13.Menningarnefnd - 41

2104008F

  • Menningarnefnd - 41 Menningarnefnd þakkar Skafta fyrir góðar umræður varðandi Kjötsúpuhátíð. Unnið verður áfram að drögum að dagskrá í samræmi við umræður á fundinum.
  • Menningarnefnd - 41 Menningarnefnd vonast til að hægt verði að halda 17. júní hátíðlegan í ár. Menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum eða félagasamtökum til að sjá um hátíðarhöldin á 17. júní, að hluta til eða í heild sinni.
  • Menningarnefnd - 41 Brennan norðan við Króktún: Menningarnefnd leggur til búin verði til viðburður, t.d. á Jónsmessu eða á Þorláksmessu að sumri, þar sem kveikt verði í brennunni með fyrirvara um að samkomutakmarkanir leyfa.



    Bókun fundar Byggðarráð tekur jákvætt í tillögu menningarnefndar og felur nefndinni að skipuleggja og undurbúa viðburð.
    Samþykkt samhljóða.

14.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 215. fundur stjórnar

2104052

Fundargerð staðfest í heild.

15.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 216. fundur stjórnar

2104044

Fundargerð staðfest í heild.

16.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. 87. fundur 15.04.2021

2104112

Fundargerð staðfest í heild.

17.Covid 19; Upplýsingar um fjármál sveitarfélaga 2021 í kjölfar Covid-19

2104050

Lagt fram til kynningar bréf Sigurðar Inga Jóhanssonar, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.
Lagt fram til kynningar.

18.Covid19; Upplýsingar

2003019

Lagt fram til kynningar.

19.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

2008068

Lögð fram til kynningar 13. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19
Lagt fram til kynningar.

20.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

2101021

Mál nr.645 Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030.
Mál nr.713 Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.
Mál nr.705 Tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Mál nr.709 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011
Mál nr. 707 Tillaga til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi náttúru Íslands.
Mál nr.716 Frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála)
Mál nr.715 Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta og menningarmála (öflun sakavottorðs)
Mál nr.712 Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Mál nr.668 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra nr.162/2006
Mál nr.539 Tillaga til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila.
Mál nr.702 Frumvarp til laga um byggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.