224. fundur 05. janúar 2023 kl. 08:15 - 09:47 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Bjarki Oddsson varamaður
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdu við fundarboð, svo er ekki.
Formaður byggðarráðs óskar eftir að bæta þremur málum á dagskrá fundarins. Um er að ræða mál nr. 4 2111071 Skólaakstur; verktakasamningur og erindsbréf, mál nr 12 2301010 Katla jarðvangur; 65. fundur stjórnar og mál nr 13 2301011 Katla jarðvangur; 66. fundur stjórnar aðrir liðir færast eftir því. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðu.

1.Samtaka um hringrásarhagkerfi

2212059

Lögð fram til kynningar greinagerð í tengslum við átakið Samtaka um hringrásarhagkerfi. Greinagerðin varðar svæðisáætlanir sveitarfélaga skv. 6. gr. ákvæði laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram til kynningar.

2.Sigurhæðir; Umsókn um styrk fyrir árið 2023

2210081

Erindinu var frestað á 304. fundi sveitarstjórnar og er nú komið aftur á dagskkrá.
Lagt fram til umræðu erindi Sigurhæða þar sem óskað er eftir styrks til rekstar Sigurhæða, úrræðis við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Byggðarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 669.000 króna til Sigurhæða, er upphæðin í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

3.Seljalandsskóli; Ósk um lengingu leigusamnings

2212080

Lagt fram erindi Paradísarhellis ehf það sem óskað er eftir að leigusamningur vegna Seljalandsskóla verði lengdur úr 5 árum í 10 ár.
Sveitarstjóra falið að vinna drög að viðauka við leigusamning við Paradísarhellir. Sveitarstjóra er einnig falið að kanna möguleika á sölu á húsnæðinu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Skólaakstur; verktakasamningur og erindisbréf 2021

2111071

Lagt fram erindi Ásbjörns Óskarssonar ehf er varðar skólaakstur í sveitarfélaginu.
Samkvæmt gildandi verktakasamningi um skólaakstur er gagnkvæmur uppsagnarfrestur 3 mánuðir. Einnig bendir byggðarráð á að samkvæmt reglum um starfslok hjá Rangárþingi eystra getur starfsmaður unnið út 70 ára aldursárið. Reglurnar gilda einnig fyrir skólabifreiðastjóra. Því ber verktaka að uppfylla skilyrði samnings og reglna sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við verktaka, í samræmi við gildandi samning og reglur.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Umsögn vegna tækifærisleyfi - Ungmennafélagið Dagsbrún

2212060

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Ungmennafélagsins Dagsbrúnar fyrir tækifærisleyfi þann 21. janúar 2023 í félagsheimilinu Gunnarshólma í tilefni af þorrablóti ungmennafélagsins.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.SASS; 588. fundur stjórnar; 26.10.2022

2212070

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 588. fundar stjórnar Samtaka sunnslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

7.SASS; 590. fundur stjórnar

2212063

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 590. fundar stjórnar Samtaka sunnslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

8.SASS; fundargerð aðalfundar 27.-28.október 2022

2212069

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð aðalfundar Samtaka sunnslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram.

9.316. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 12.12.22

2212071

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 316. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.

10.Samband íslenskra sveitarfélaga; 916. fundur stjórnar

2212072

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

11.23. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins

2212075

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 23. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins.
Lagt fram til kynningar.

12.Katla jarðvangur; 65. fundur stjórnar; 21. des. 2022

2301010

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 65. fundar stjórnar Kötlu Jarðvangs.
Lagt fram til kynningar.

13.Katla jarðvangur; 66. fundur stjórnar; 29. des. 2022

2301011

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 66. fundar stjórnar Kötlu Jarðvangs.
Lagt fram til kynningar.

14.Ársskýrsla Orkídeu 2021

2212089

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Orkídeu 2021.
Lagt fram til kynningar.

15.Jafnlaunavottun; staðfesting á vottun 2022

2301002

Vinnu við jafnlaunavottun sveitarfélagsins lauk í byrjun september sl. og í kjölfarið gerði vottunaraðilinn iCert úttekt á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins. Nú liggur niðurstaða vottunar fyrir og hefur sveitarfélagið hlotið jafnlaunavottun.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:47.