61. fundur 20. nóvember 2019 kl. 16:30 - 17:40 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson ritari
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Ritari
Dagskrá

1.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Fjárhagsáætlun 2020

1911020

Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2020.
Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

2.Nýbygging slökkvistöðvar á Hellu

1911021

Bygging nýrrar slökkvistöðvar gengur vel. Vinna við útboðsgögn stendur yfir og stefnt er að því að bjóða út seinnihluta framkvæmda um miðjan desember.

3.Gamla slökkvistöðin á Hellu; Matsgerð

1911022

Stjórn samþykkir að bjóða Rangárþingi ytra fasteignina til kaups á matsverði.
Samþykkt samhljóða.

4.61. stjórnar Brunavarna; Önnur mál

1911023

Leifur Bjarki fer yfir stöðu mála varðandi gerð brunavarnaráætlunar. Vinna er langt komin og stefnt er að því að hún verði tilbúin til staðfestingar um áramót.

Fundi slitið - kl. 17:40.