276. fundur 11. mars 2021 kl. 12:00 - 14:55 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Baldur Ólafsson varamaður
  • Anna Runólfsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Markaðssetning Rangárþings eystra 2021

2101044

Sveitarstjórn þakkar fyrir greinargóðar kynningar.

2.Undirbúningur að stofnu sjálfseingarfélags um vörslu og rekstur sýningar um Njálurefli

2103041

Tillaga er um að fulltrúar í stjórn óstofnaðrar sjálfseignastofnunar um vörslu og rekstur sýningar á Njálurefli verði fyrir hönd sveitarstjórnar Lilja Einarsdóttir og Anton Kári Halldórsson og til vara Guri Hilstad Ólason og Elín Fríða Sigurðardóttir.
Samþykkt samhljóða.

3.Kirkjuhvoll; fjárhagsáætlun 2021

2102042

Lögð fram til umræði og samþykktar fjárhagsáætlun Kirkjuhvols fyrir árið 2021.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.Steinar 3 - Ósk um heimreið

2102064

Atli Pálsson óskar eftir því að lögð verði heimreið að Steinum 3, A-Eyjafjöllum.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna að lausn málsins.
Samþykkt samhljóða.
Anna Runólfsdóttir víkur af fundi undir lið 5.

5.Njálsgerði 10; söluferli

2012066

Sveitarstjórn staðfestir kauptilboð eignarinnar að Njálsgerði 10. Einnig er sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl vegna sölu og veðsetningar fasteignarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Anna Runólfsdóttir kemur aftur til fundar.

6.Skráning lögbýlis; Eyvindarholt, ósk um umsögn.

2102082

Kjartan Garðarsson óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis úr tveimur spildum, sem koma úr landi Eyvindarholts.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun nýs lögbýlis.
Samþykkt samhljóða.

7.Styrkbeiðni; Jazz undir fjöllum 2021

2103001

Lögð fram styrkbeiðni frá Sigurði Flosasyni fyrir jazzhátíð undir Fjöllum sumarið 2021 sem fyrir hugað er að halda að Skógum. Óskað er eftir styrk að upphæð 500.000.- kr.
Sveitarstjórn vísar beiðninni frá.
Árið 2019 var settur á fót Menningarsjóður Rangárþings eystra og bendir sveitarstjórn forsvarsmönnum Jazz undir fjöllum á að sækja um styrk í sjóðinn.
Samþykkt samhljóða.

8.Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra

2001040

Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra hefur verið unnin í samvinnu við Eflu verkfræðistofu. Haukur Ásberg starfsmaður Eflu kemur til fundar og kynnir áætlunina.
Sveitarstjórn þakkar Hauki Ásberg og Jóhönnu fyrir greinargóða kynningu á nýrri Húsnæðisáætlun Rangárþings eystra.
Ný húsnæðisáætlun lögð fram og samþykkt samhljóða.

9.Gjaldskrá félagsheimila 2021

2103026

Lögð fram til umræðu og samþykktar, gjaldskrár félagsheimila í Rangárþingi eystra.
Gjaldskrá félagsheimila í Rangárþingi staðfest, hún gildir frá 1. mars 2021.

10.Umsögn; Hrútafell 2 nýtt rekstrarleyfi fnr. 225-6753

2102084

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

11.Byggðarráð - 199

2101004F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 199. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

12.Byggðarráð - 200

2102006F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 200. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild.

13.Skipulagsnefnd - 96

2102002F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 96. fundar skipulagsnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Skipulagsnefnd - 96 Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við landeigenda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd - 96 Tillagan var auglýst frá 18. nóvember 2020 með athugasemdarfresti til og með 30. desember 2020. Einnig var tillagan send til umsagnaraðila. Í athugasemd Vegagerðarinnar kemur fram að óskað er eftir því að veghelgunarsvæði stofn- og tengivega sé sýnt á uppdráttum. Brugðist hefur verið við óskum Vegagerðarinnar. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að áður en að ráðist verði í framkvæmdir á bæjarhól Stórólfshvols og á lóð þar sem núverandi íbúðarhús Stórólfshvols stendur, þurfi að fá fornleifafræðing til að grafa könnunarskurði á svæðinu. Á það við um framkvæmdir á svæðinu kringum kirkjuna og safnaðarheimilið og á og í kringum byggingarreiti B8, B9, B10 og B11 og einnig á því svæði þar sem talið er að Magrivöllur/Birga hafi staðið áður. Brugðist hefur verið við athugasemd Minjastofnunar í greinargerð skipulagsins. Skipulagsnenfd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirgerðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 96 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 þar sem gert verði ráð fyrir efnisvinnslu á svæðinu á meðan unnið er við landmótun skv. deiliskipulagi. Jafnframt er ákvörðun skipulagsnefndar á fundi nr. 93 um grenndarkynningu framkvæmdarinnar dregin til baka þar sem að málið fer nú í opinbert kynningarferli skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 þar sem að gert verði ráð fyrir efnisvinnslu í Ráðagerði á meðan að unnið er við landmótun skv. deiliskipulagi.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 96 Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2021. Ekki var leitað eftir umsögn Umhverfisstofnunar þar sem að umrætt svæði er ekki á náttúruverndarsvæði né á svæði sem nýtur sérstakrar verndar (2. mgr. 68. gr. laga nr. 60/2013). Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram að norðvestan við húsið Gömlurétt sé gömul rétt. Telur Minjastofnun að fá þurfi fornleifafræðing á svæðið til þess að mæla réttina upp og kanna hvort fleiri minjar leynist innan skipulagssvæðis. Skipulagsnefnd bendir á að rétt sú sem vísað er í er öll utan við fyrirhugað deiliskipulagssvæði. Skiuplagsnefnd leggur áherslu á að tekið sé fram í greinargerð deiliskipulagsins að fá þurfi fornleifafræðing á svæðið til þess að gera könnunarskurð áður en farið verði í framkvæmdir á því svæði innan byggingarreits sem liggur að gömlu réttinni. Skipulagsnefnd bendir einnig á að nú þegar er búið að raska því svæði innan fyrirhugaðs deiliskipulagssvæðis, sem liggur að gömlu réttinni, með þéttum trjágróðri. Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ef um gos er að ræða í vesturhluta Kötlu, er mögulegt að svæðið verði fyrir áhrifum hlaupvatns. Skipulagsnefnd bendir á að komi til náttúruhamfara þá er í gildi viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið. Í umsögn Skipulagsstofnunar er bent á að mikilvægt sé að hafa virkt samráð við hagsmunaaðila, þmt. aðliggjandi lóðarhafa. Skipulagsnefnd tekur undir ábendingu Skipulagsstofnunar. Einnig bendir Skipulagsstofnun á að rökstyðja þurfi þá ákvörðun að bæta við fleiri íbúðarlóðum á svæðinu. Skipulagsnefnd bendir á að aðeins er verið að bæta við einni íbúðarlóð á svæðinu. Önnur lóðin af tveimur, skv. tillögu að deiliskipulagi, er nú þegar skilgreind sem íbúðarlóð og á lóðinni Gamlarétt er íbúðarhús. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna og að eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 96 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu og greinargerð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt greinargerð verði samþykkt og auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni í samræmi við 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 96 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna óverulega breytingu á deiliskipulagi við Hellishóla. Skipulagsnefnd leggur til að breytingin verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 96 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðföngin á hinum nýju spildum.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 96 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að viðbyggingu við Gilsbakka 29b og að hún verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Gilsbakka 27, 29, 29a, 30, 31, 32 og 33. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 96 Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð á Eystra Seljalandi í samræmi við hugmyndir landeiganda.
    Samþykkt samhljóða.

14.Menningarnefnd - 39

2102005F

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 39. fundar Menningarnefndar.
Fundargerð staðfest í heild.
  • Menningarnefnd - 39 Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir fjölda og gæðum þeirra umsókna er bárust í Menningarsjóð að þessu sinni.

    Sex umsóknir bárust í sjóðinn að heildarupphæð 1.900.000. Ekki var unnt að styrkja allar umsóknir en Menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr vorúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra.

    Rjómabúið Bollakoti: 150.000 kr.
    Ljósmyndasýning 860 á Miðbæjartúni: 400.000 kr.
    Tónleikaröð í Midgard: 300.000 kr.
  • Menningarnefnd - 39 Menningarnefnd stefnir að því að halda Kjötsúpuhátíð helgina 27. - 29. ágúst nk. Umræður fóru fram um skipulagningu og utanumhald hátíðarinnar.
  • Menningarnefnd - 39 Umræður fóru fram um ýmis mál tengd menningarmálum í sveitarfélaginu. Ákveðið er að funda næst í mars.

15.Starfs- og kjaranefnd - 3

2103003F

Fundargerð staðfest í heild.
  • 15.1 2012084 Stytting vinnuviku; tillögur vinnutímahóps Áhaldahúss
    Starfs- og kjaranefnd - 3 Starfs og kjaranefnd fjallar um málið og fellur tillagan innan ramma kjarasamninga.

    Starfs- og kjaranefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.

    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun starfs- og kjaranefndar.
  • 15.2 2012081 Stytting vinnuviku; tillögur vinnutímahóps Leikskólans Arkar
    Starfs- og kjaranefnd - 3 Starfs og kjaranefnd fjallar um málið og fellur tillagan innan ramma kjarasamninga.

    Starfs- og kjaranefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun starfs- og kjaranefndar.

16.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 51

2103002F

Fundargerð staðfest í heild.

17.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. 85. fundur 25.02.2021

2103025

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð 85. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.
Fylgiskjöl:

18.Hula bs; aukaaðalfundur fundargerð; 20.01.2021

2101041

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð aukaaðalfundar Hulu bs.
Fundargerð staðfest í heild.

19.Hula bs; stjórnarfundur; 20.01.2021

2103024

Lögð fram til umræðu og samþykktar fundargerð stjórnarfundar Hulu bs.
Fundargerð staðfest í heild.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga; 895. fundur stjórnar

2103027

Fundargerð lögð fram.

21.Framkvæmdasjóður ferðamálastaða; Umsóknir haust 2020

2009095

Á haustmánuðum sótti Rangárþing eystra um þrjá styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Sótt var um styrki til uppbyggingar við Gluggafoss, Kvernufoss og Nauthúsagil.
Í úthlutun nú í mars kom í ljós að sveitarfélagið hlaut styrki í öll verkefnin.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn fagnar þeim styrkjum sem samþykktir voru til nauðsynlegra úrbóta á álagssvæðum á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu og þakkar Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða fyrir styrkveitingarnar.
Samþykkt samhljóða.

22.Ný leikskóli; skýrsla um mat á fjárhagslegum áhrifum skv. 66. grein sveitarstjórnarlaga

2103015

Áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun um fjárfestingu, framkvæmd eða aðra skuldbindingu sem nemur hærri fjárhæð en 20% af skatt
tekjum sveitarfélagsins yfirstandandi reikningsár er skylt að gera sérstakt mat á áhrifum hennar á fjárhag sveitarfélagsins.
KPMG vann óháð mat á fjárhagslegum áhrifum byggingu nýs leikskóla í Rangárþingi eystra, skv. 66. grein sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram til kynningar.

23.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2021

2101021

Lögð fram eftirfarandi mál sem lögð hafa verið fram í samráðsgátt.
Mál nr. 273 frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa),
Mál nr. 561 frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins(samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.),
Mál nr 562 frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998
Lagt fram til kynningar.

24.Jafnréttisstofa; Tilkynning til sveitarfélaga v. nýrra jafnréttislaga

2103028

Lagt fram til kynningar.
Erindinu vísað til kynningar í jafnréttisnefnd.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:55.